Sumarferð með leiðsögn í Grímsey – Arctic Trip

Puffin-grimsey-arctic-circle
Velkomin út í Grímsey, við tökum vel á móti þér og hlökkum til að sýna þér heimskautsvæði Íslands.

Við tökum á móti þér úr ferjunni Sæfara þegar þú kemur í land í Grímsey. Ferjusiglingin er ævintýri út af fyrir sig, stundum má sjá höfrunga og ýmsa hvali, s.s. hnúfubaka og jafnvel steypireyð úti á hafi. Loftslagið er aðeins öðruvísi en í landi þannig að það er mikilvægt að vera vel klæddur með húfu og í skjólgóðri úlpu.

Við segjum þér frá sögu Grímseyjar, þorpsins og eyjaskeggjanna. Við förum yfir heimskautsbauginn og ef veður og aðrar aðstæður leyfa þá göngum við að nútímalistaverkinu Orbus et Globus, sem er á heimskautsbaugnum. Léttar veitingar eru innifaldar.

Njóttu lífsins við heimskautsbauginn!

Innifalið:
– Leiðsögn í Grímsey með heimamanni á íslensku
– Farið yfir Heimskautsbauginn og skírteini þess efnis afhent
– Hressing
Athugið að í kringum 10. ágúst flýgur lundinn burt, og krían í september, þannig að þeir fuglar eru ekki á eynni eftir það. Milli september og maí skoðum við sögu eyjaskeggja og segjum frá lífinu í eynni.

Endilega hafið með:
Góða skóm, hlýja peysu og vindhelda yfirhöfn, húfu, myndavél og góða skapið!

Hafðu samband við okkur í netfanginu halla@arctictrip.is ef það eru spurningar eða ef hópurinn er stærri en 30 manns.

Book Now!

Bókið ferjuna á vef Samskipa

Vinsamlegast athugið að bóka þarf ferjuna sérstaklega ef það á að nýta hana.
Ferjan fer frá Dalvík kl. 9:00. Mikilvægt er að mæta tímanlega. Klukkan 12 á hádegi er komið út í eyju. Ferðin okkar hefst kl. 12.30 og er lokið kl 15.00. Þú hefur svo tíma fram að brottför kl. 16:00 eða 17:00 (misjafnt milli daga). Ferjan kemur svo að landi á Dalvík kl. 19:00 eða 20:00 um kvöldið. Þú getur lagt bílnum gjaldfrjálst við Dalvíkurhöfn á meðan.

Athugið að ferjan siglir ekki á þriðjudögum og laugardögum, og stoppar mjög stutt í eynni á fimmtudögum þannig að þá daga þarftu að gera ráð fyrir gistingu í eynni. Við mælum reyndar sterklega með því á öllum dögum. Láttu okkur vita ef þú kemur með flugi á þriðjudögum því vélin lendir kl. 13:00 og við aðlögum ferðina eftir því.